Fréttir

Sund | 19. nóvember 2007

Steindór þjálfari ársins, annað árið í röð

Eftir frábæra frammistöðu sundmanna ÍRB á Íslandsmeistaramótinu núna um helgina kom það engum á óvart að Steindór Gunnarsson yfirþjálfari ÍRB skyldi vera valinn þjálfari ársins.  Steindór er svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu kominn.  Hann er búinn að byggja upp yfirburðalið sem hefur sýnt glæsilegan árangur undanfarin misseri.  Til hamingju Steindór ,,you´re the man". Þjálfarar og stjórnir sunddeildanna.