Fréttir

Sterk sund hjá Íslendingunum á EMU og lærdómsrík reynsla!
Sund | 15. júlí 2013

Sterk sund hjá Íslendingunum á EMU og lærdómsrík reynsla!

Það var frá upphafi ljóst að EMU yrði lærdómsrík reynsla fyrir hið unga íslenska lið. Sundmennirnir fóru á mótið með smá möguleika á að komast í undanúrslit en þar sem bestu greinar þeirra flestra voru á fyrsta degi er lílegt að byrjunarstress hafi haft einhver áhrif á árangurinn. Í liðinu voru Ólöf Edda Eðvarðsdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir úr ÍRB og Kristinn Þórarinnson úr Fjólni.

 

Hápunktur mótsins fyrir ÍRB var bæting Ólafar Eddu á tíma sínum í 200 m bringusundi en hún bætti nærri tíma sinn um u.þ.b. sekúndu og náði besta tíma í þessari grein í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Kristinn úr Fjölni bætti einnig tíma sinn í 100 m baksundi og í 400 fjór. Önnur sund voru mjög nálægt bestu tímum en eftir fyrsta daginn krafðist það mjög mikillar bætingar á tíma að komast í undanúrslit.

 

Mótið var ágætlega árangursríkt fyrir þessa ungu sundmenn sem án efa hefur brugðið í brún við að sjá hve sterk samkeppnin er í Evrópu. Þau nutu öll ferðarinnar og segja að þau hafi lært mikið á mótinu og vita hvað þau vilja vinna með á næstunni til þess að undirbúa sig fyrir framtíðina.

Vel gert hjá ykkur öllum!

Úrslit EMU