Fréttir

Sterk úrslit hjá ÍRB sundmönnum á NÆM
Sund | 14. júlí 2014

Sterk úrslit hjá ÍRB sundmönnum á NÆM

Um síðustu helgi kepptu fjórar ungar stúlkur úr liðinu okkar ásamt þremur sundmönnum úr SH á Norðurlandameistaramóti æskunnar (NÆM) í Danmörku. Stefanía, Karen Mist, Gunnhildur Björg og Eydís Ósk ferðuðust með þjálfaranum Mladen, fararstjóranum Málfríði og sundmönnunum Katarinu, Ólafi og Hörpu úr SH til þess að keppa meðal þeirra bestu í sínum aldursflokkum á Norðurlöndunum. Mótið í ár var það sterkt að í næstum hverri grein hefði þurft íslenskt aldursflokkamet til þess að vinna til verðlauna.

Harpa úr SH náði að vinna einu verðlaunin fyrir íslenska liðið í 800 skrið þegar hún lenti í 3. sæti á tíma sem var rétt frá hennar eigin Íslandsmeti í aldursflokknum.

Besta árangur sundmanna ÍRB átti Karen Mist þegar hún tók næstum 1 sek af sínu eigin Íslandsmeti í aldursflokknum í 50 m bringusundi  og synti á 34,66 en eldra metið setti hún á ÍM50. Tíminn náði þó aðeins að skila henni 6. sætinu! Í 200 m bringusundi bætti hún tímann sinn vel og var aðeins nokkur sekúndubrot frá sínum besta tíma í 100 m bringusundi sem er Íslandsmetið í aldursflokknum.

Bestu úrslit Gunnhildar var frábært tími í 100 flug, hún bætti tíma sinn örlítið í 200 flug og var rétt frá besta tíma sínum í 50 flug.

Stefanía bætti sig vel í 800 skrið, 200 bringu, 400 fjór og var nálægt tíma sínum í 100 fjór.

Eydís bætti sig í 100 bak þegar hún synti fyrsta sprettinn í boðsundi og var mjög nálægt tímanum sínum í 400 fjór.

Í boðsundsveitinni í 4x100 m fjórsundi voru: Eydís (bak), Karen (bringa), Gunnhildur (flug) og Harpa (skrið) og settu nýtt íslenskt landssveitarmet í Telpnaflokki.

Vel gert hjá ykkur stelpur,  sjáumst á næsta sundtímabili!

Úrslit