Stórt skref fram á við hjá ÍRB
Allir sem voru á ÍM50 sáu hve frábær viðburður mótið var fyrir liðið okkar. Aldursflokkaliðið okkar sýndi styrk á öllum sviðum og kom mörgum á óvart. Við náðum betri árangri en á undanförnum árum hvarvetna og það umtalsvert!
ÍRB var með stærsta liðið á mótinu eða alls 33 sundmenn. Samtals vorum við með 22% allra keppenda á mótinu og voru allir okkar sundmenn á aldrinum 12-18 ára. Allir 33 sundmennirnir kepptu í úrslitahlutunum annað hvort í einstaklingsgreinum eða í boðsundi svo allir nældu sér í frábæra reynslu.
Samtals unnu sundmenn ÍRB 35 verðlaun, 5 gull, 16 silfur og 14 brons eða 28% allra verðlauna sem voru veitt á mótinu.
Sunneva Dögg var með besta árangur ÍRB kvenna á mótinu með 714 FINA stig í 800 m skriðsundi og Kristófer Sigurðsson var með besta árangur ÍRB karla með 713 FINA stig í 400 m skriðsundi.
Við áttum 4 Íslandsmeistara á mótinu. Þröstur Bjarnason var Íslandsmeistari í bæði 800 og 1500 m skriðsundi, Kristófer Sigurðsson í 200 m skriðsundi, Sunneva Dögg Friðriksdóttir í 1500 m skriðsundi og Sylwia Sienkiewicz í 200 m flugsundi! Innilegar hamingjuóskir til þeirra!
Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir settu allar íslensk aldursflokkamet á mótinu. Sunneva sló met síðan 2005 í 1500 m skriðsundi í stúlknaflokki og bætti það um 9 sek. Eydís Ósk sló 1500 m skriðsundmetið í telpnaflokki og bætti það um 20 sek og náði einnig að vera 7 sek undir telpnametinu í 800 skrið en var þá önnur í bakkann í aldursflokknum þannig að aðeins munaði nokkrum sekúndubrotum. Karen Mist var með metaregn um helgina en hún byrjaði mótið á því að slá telpnamet síðan 2005 í 50 og 100 m bringusundi og svo bætti hún aftur metið í 50 m bringusundi tvisvar síðasta dag mótsins. Frábært hjá ykkur stelpur!
Þrjár boðsundsveitir náðu einnig íslandsmetum ístúlknaflokki. Íris Ósk Hilmarsdóttir, Sunneva Dögg Friðríksdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Eydís Ósk Kobliensdóttir slógu metið í 4x200 skriðsundi og 4x100 skriðsundi og Íris, Sunneva, Sylwia og Karen Mist Arngeirsdóttir náðu metinu í 4x100 fjórsundi. Metið í 4x200 skriðsundi átti ÍRB síðan 2013 en hin tvö átti SH síðan 2008. Mjög flott!
Í ár voru tvær nýjar greinar á ÍM50. Það voru blandað 4x100 skrið- og fjórsund. ÍRB vann brons í báðum þessum greinum með A liðið en B liðin náðu bæði nýjum Pilta/Stúlku metum í þessum greinum. Í B liðunum syndtu Eiríkur Ingi Ólafsson, Svanfriður Steingrímsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir and Björgvín Theodór Hilmarsson í 4x100 fjór og Eiríkur Ingi Ólafsson, Karen Mist Arngeirsdóttir, Bjarndís Sól Helenudóttir and Ingi Þór Ólafsson í 4x100 skrið. Til hamingju!
Að sjálfsögðu voru mörg ný ÍRB-, Keflavíkur- og Njarðvíkurmet sett á mótinu þar á meðal voru ÍRB met í opnum flokki í 400, 800 og 1500 m skriðsundi sem Sunneva Dögg Friðriksdóttir setti og í 100 m baksundi sem Íris Ósk Hilmarsdóttir setti.
ÍRB sundmenn unnu 5 gull, 15 silfur og 8 brons-alls 28 einstaklingsverðlaun. Síðustu tvö ár unnu sundmenn ÍRB 17 einstaklingsverðlaun en af þeim unnust 16 þeirra árið 2013 af sundmönnum sem æfa hér heima og aðeins 5 árið 2012. Í ár voru öll verðlaunin 28 unnin af sundmönnum sem æfa hér heima í Reykjanesbæ.
Þröstur Bjarnason vann gull í 800 og 1500 m skriðsundi.
Kristófer Sigurðsson vann gull í 200 skrið, silfur í 100 skrið, 400 skrið, 50 bringu og 200 fjór og brons í 400 fjór.
Sunneva Dögg Friðríksdóttir vann gull í 1500 skrið og silfur í 400 og 800 mskriðsundi.
Sylwia Sienkiewicz vann gull í 200 m flugsundi og brons í 400 m fjórsundi.
Íris Ósk Hilmarsdóttir vann silfur í 200 skrið, 50, 100 og 200 baksundi og 400 fjór.
Baldvin Sigmarsson vann silfur í 200 m bringusundi og 400 m fjórsundi og brons í 200 fjórsundi.
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir vann silfur í 1500 m skriðsundi og brons í 200 m baksundi.
Erla Sigurjónsdóttir vann silfur í 200 m flugsundi.
Karen Mist Arngeirsdóttir vann brons í 50 og 100 m bringusundi.
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir vann brons í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi.
Gunnhildur Björg Baldursdóttir vann brons í 200 m flugsundi.
ÍRB sundmenn unnu einnig verðlaun í boðsundum, 1 silfur og 6 brons. Sundmenn ÍRB komust á pall í öllum boðsundum að einu undanskildu þegar strákarnir rétt misstu af bronsinu í 4x100 skrið.
Þröstur Bjarnason, Kristófer Sigurðsson, Baldvin Sigmarsson og Björgvin Theodór Hilmarsson unnu brons í 4x200 skrið.
Sylwia Sienkiewicz, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Sunneva Dögg Friðríksdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir unnu brons í 4x200 skrið.
Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Baldvin Sigmarsson og Kristófer Sigurðsson unnu brons í 4x100 m blönduðu boðsundi.
Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Friðríksdóttir unnu silfur í 4x100 m fjórsundi.
Íris Ósk Hilmarsdóttir, Þröstur Bjarnason, Sunneva Dögg Friðriksdóttir and Kristófer Sigurðsson unnu brons í 4x100 blönduðu skriðsundi.
Alexander Páll Friðriksson, Baldvin Sigmarsson, Þröstur Bjarnason og Kristófer Sigurðsson unnu brons í 4x100 fjór.
Sylwia Sienkiewicz, Íris Ósk Hilmarsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksódttir unnu brons í 4x100 skrið.
Þessi glæsilegi árangur hefur ekki orðið til á einni nóttu. Langtímaáætlun var sett af stað sem unnið hefur verið eftir í fjögur ár. Ég vil þakka Eðvarði Þór Eðvarðssyni fyrir viðvarandi stuðning hans og vinnu, Steindóri Gunnarssyni sem stendur sig frábærlega í þjálfun krakka og svo vil ég einnig þakka þjálfurum yngri hópa; Ester Ellen Nelson, Hjördísi Ólafsdóttur, Helgu Eiríksdóttur og Sóleyju Margeirsdóttur sem halda áfram að styrkja grunninn okkar með frábærum ungum sundmönnum. Þau eru flott lið þjálfara og frábært fólk!
Í þessu sambandi er mikilvægt að minnast á vinnu Inga Gunnars Ólafssonar sem hefur náð ótrúlegum árangri með eldri sundmenn okkar sem kepptu á þessu móti og jógakennarann Þórunni Einarsdóttur semeinnig vinnur með Landsliðshóp. Það má ekki vanmeta vinnu þeirra. Einnig eru aðrir stuðningsaðilar mikilvægir sérstaklega Falur Helgi Daðason sjúkraþjálfari og Carla Evans nuddari. Takk! Takk! Takk!
Bestu þakkir fá einnig Magnea, Þórunn og Elvar sem voru fararstjórar um helgina og allir aðrir sem lögðu sitt af mörkum í því að hugsa vel um sundfólkið okkar. Vinna ykkar skiptir miklu máli!
Að lokum höfum við ómetanlegan stuðning hjá stjórnunum, fólkið í þar vinnur marga klukkutíma í frítíma sínum að því að gera ÍRB að frábærum stað. Andinn í félaginu hefur aldrei verið eins góður bæði meðal sundmanna og foreldra og það er afar mikilvægt. Kærar þakkir til þeirra líka!
Anthony Kattan