Fréttir

Sund | 19. nóvember 2007

Strákarnir flottir á lokahófinu

Það er óhætt að segja að strákaband ÍRB hafi slegið í gegn á lokahófinu sem Sundsamband Íslands hélt á Broadway í gær, að loknu Íslandsmótinu í 25 metra laug. Strákabandið skipuðu þeir Birkir Már, Bjarni Ragnar, Guðni og Hilmar Pétur. Þeir sungu af mikilli innlifun og uppskáru mikil fagnaðarlæti.