Fréttir

Sund | 20. nóvember 2010

Stuð á Erlu Dögg og Árna Má í USA

Þau skötuhjú Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason eru að gera góða hluti á Nike Cup Invitational í North Carolina. Þau keppa bæði í 200 fjór, 100 br og 200 fjór. Árni Már setti mótsmet í 100m bringusundi og 200m bringusundi þegar hann vann báðar greinarnar og hann varð annar í 200 fjór. Allir þessir tímar eru "b-cut " tímar fyrir NCAA. Erla Dögg hafnaði í 2. sæti 100bringu og setti um leið skólamet og þessi tími hjá henni er líka " b-cut tími hún hafnaði síðan í 8. sæti í 200 fjór 2 sek hægari en í undanrásum. Í 200m bringusundi setti hún hinsvegar  skólamet á "b-cut tíma" en endaði 8.  í úrslitunum eftir að hafa byrjað fyrstu 100 hraðar en venjulega. Við getum fylgst gangi mála á heimasíðu skólans og á heimasíðu mótsins