Styrkur afhentur á bikarkeppni í dag í Vatnaveröld
Nú undir kvöld lauk fyrsta degi Bikarkeppni SSÍ í Vatnaveröldinni í Reykjanesbæ. Sundmenn Írb stóðu sig með mikilli prýði og í lok fyrsta dags er lið Írb í öðru sæti í 1. deildinni með 11.024 stig. Við þetta tækifæri mættu Böðvar Jónsson og Sigríður Jóna Jóhannsdóttir og afhentu Birki Má og Erlu Dögg styrk úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar til að þau gætu einbeitt sér og haldið áfram að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana 2008.