Fréttir

Styttist í ÍM50-5 vikur til stefnu
Sund | 7. mars 2014

Styttist í ÍM50-5 vikur til stefnu

Í dag eru fimm vikur í ÍM50 sem er eitt af mikilvægustu mótum ársins fyrir elstu sundmenn okkkar. Í fysta lagi er það mótið þar sem það kemur í ljós hverjir eru hröðustu sundmennirnir í 50 m laug og í öðru lagi er það síðasta mótið til þess að ná lágmörkum í landsliðsverkefni..

 

Það eru aðeins tvo mót eftir til þess að ná lágmörkum á mótið, Actavis International SH og Ármannsmótið og munu elstu sundmenn okkar fara á þau bæði en keppa aðeins í fáum greinum.

 

Allir sundmenn og foreldrar þurfa nú að setja sig vel inn í æfingaskipulagið fyrir ÍM50 þar sem sundmenn eiga nú að mæta á fleiri æfingar en venjulega. Þetta er ekki ólíkt því að leggja fyrir inn á bankabók til þess að safna sér innistæðu fyrir sumarfríi eða einhverju öðru spennandi.  Ef þú vilt geta tekið út af reikningnum á keppnisdegi þarftu að leggja fyrir á sparnaðarreikninginn.

 

Bara að mæta á æfingu er auðvitað ekki nóg. Sundmenn þurfa að vera þrautseigir og leggja mikla vinnu á sig til þess að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Það er ekki nóg að vera bara til staðar á æfingunni, það þarf að fara út fyrir þægindahringinn, líkamlega, andlega, tæknilega og skipulagslega til þess að ná árangri á keppnisdegi.

 

Það skiptir ekki máli hver afsökunin er fyrir því að koma ekki á æfingu, sérstaklega morgunæfingu, afsökunin huggar ekki á keppnisdegi. Stundum halda foreldrar að þeir séu að gera barninu sínu greiða með því að leyfa því að sofa fram eftir og sleppa æfingu en ef sundmaðurinn nær ekki markmiðstímanum sínum er þetta þá í raun einhver greiði?

 

Sund er mjög erfið íþrótt, en með því að vinna vel í öllum þáttum þess og virkilega fara út fyrir þægindarammann og gera breytingar sem geta leitt til framfara þá er árangur mögulegur. Eða eins og stundum er sagt: Viljinn er allt sem þarf. Enginn segir að þetta sé auðvelt og eftir því sem sundmaður verður eldri því erfiðara verður þetta. Því verða sundmenn að leggja meira á sig og verða enn einbeittari þegar þeir eldest til þess að ná þeirri getu sem þá dreymir um.

 

Eftir hverju ertu að bíða, skelltu þér í laugina og sláðu í gegn á æfingunni!