Sund / alls 14 titlar á meistaramótinu
Sundfólkið hélt áfram að raka inn meistaratitlum og slá met á IM 50 í Laugardalnum í dag. Alls vann okkar fólk til fimm titla í dag og eru þá titlarnir um helgina orðnir 14. En aldrei höfum við unnið til jafnmargra titla á meistarmótinu í 50m laug. Soffía Klemenzdóttir setti enn eitt telpnametið og nú í 100m flugsundi en alls hefur hún sett þrjú telpnamet um helgina, í 50, 100 og 200m flugsundi. Okkar fólk vann líka til fjölmargra annara verðlauna og fínar bætingar voru í mörgum sundum. Þeir sem urðu íslandsmeistarar í dag voru Birkir Már Jónsson í 400m skriðsundi og 100m flugsundi, Soffía Klemenzdóttir í 200m fjórsundi, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 200m baksundi og Erla Dögg Haraldsdóttir í 100m bringusundi. Frábær lokadagur á frábæru meistaramóti hjá okkar fólki sem vann alls 37% þeirra íslandsmeistaratitla sem í boði voru. Að loknu mótinu eigum við einnig 6 fulltrúa í unglingalandsliði SSÍ sem er að fara á alþjóðlegt mót í Luxemborg í apríl, en meistaramótið var lokamótið til þess að ná lágmörkum. Þau sem eru að fara með unglingalandsliðinu til Lux eru: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Elfa Ingvadóttir, Guðni Emilsson, Gunnar Örn Arnarson, Helena Ósk Ívarsdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir. Sannarlega glæsileg helgi hjá okkar frábæra sundfólki.