Sund / Grallararmótið
Grallaramót ÍBV 12 ára og yngri 23. - 25. mars 2007
Kæru sundmenn/ foreldrar !
Nú ætlum við að fara á Grallararmótið í Eyjum. Ferðin er hugsuð fyrir sundmenn sem fæddir eru 1998 – 1995. Kostnaður er kr. 8000-. Innifalið í því er gisting i Barnaskólanum, morgunverður ásamt tveimur máltíðum og kojur í Herjólfi. Kostnaður á að greiðast við brottför. Farið verður frá Sundmiðstöðinni í Keflavík kl. 17:00 á föstudeginum og komutími í Þorlákshöfn er kl. 19:30 á sunnudagskvöldinu.
Akstrinum til og frá Þorlákshöfn verður skipt niður á foreldra.
Það sem hafa þarf meðferðis er: Dýna,svefnpoki eða sæng, koddi og sængurföt. Tannbursti, tannkrem, tvenn eða þrenn handklæði, sundfatnaðinn, þ.e. sundgleraugu, sundhettu, sundbol eða skýlu. Upphitunarföt á sundlaugarbakkann, íþróttagalla eða stuttbuxur og bol ásamt strigaskóm. Einnig þarf að hafa meðferðis nesti fyrir föstudagskvöldið og einnig er gott að hafa eitthvað af nesti og drykk til að hafa á sundlaugarbakkanum.
Allt sælgætisát og gosdrykkja er bönnuð í keppnisferðum ÍRB. Öll hegðun og umgengni á að vera til fyrirmyndar ásamt því að keppendur eiga að halda hópinn og standa saman. Ef einstaklingur þarf að fara einhvert þá á hann að biðja farstjórana eða þjálfarann um leyfi.
Við erum sterkasta og besta félagslið landsins og góð samstaða, góður andi ásamt fyrmyndarhegðun og umgengi er það sem gerir gott lið að enn betra liði.
Hægt er að ná í þjálfarana í GSM. Eddi: 896-1214 Sigurbjörg:847-7922
Áfram ÍRB ! Sundkveðja ! Þjálfarar !