Fréttir

Sund | 15. apríl 2007

Sund/ ágætis árangur í lokahlutanum

Áætis árangur náðist hjá okkar fólki í lokahluta CIJ LUX mótsins. Hæst bar þó árangur þeirra Davíðs Hildibergs Aðalsteinssonar og Gunnars Arnar Arnarsonar en þeir bættu báðir sinn fyrri árangur og höfnuðu báðir í 2. sæti í sínum greinum. Gunnar Örn í 200m bringusundi og Davíð Hildiberg í 100m baksundi.  Jóna Helena var alveg við sinn besta tíma í 400m fjórsundi og Elfa Yngvadóttir átti fín sund í 100m skriðsundi og 100m baksundi. Guðni Emilsson og Helena Ósk Ívarsdóttir náðu sér ekki alveg á strik í úrslitunum í 50m bringusndi, Helena hafnaði í 5. sæti og Guðni í 4. sæti. Sundmennirnir koma heim á morgun og er afrakstur okkar fólks úr mótinu alveg með ágætum ein gull-, þrenn silfur- og tvenn bronsverðlaun. Til hamingju sundmenn, stjórn og þjálfarar.