Sund | 17. mars 2007
Sund/ Fimm titlar og tvö telpnamet
Sundfólkið fylgdi eftir góðum árangri frá því gær og er að gera góða hluti á IM 50 í Laugardalslaug. Í dag vann liðið 5 af þeim tíu einstaklingsgreinum sem í boði voru. Soffía Klemenzdóttir hóf daginn fyrir okkar hönd og varð íslandsmeistari í 200m flugsundi á nýju telpnameti, Birkir Már Jónsson varð síðan íslandsmeistari í 200m flugsundi, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson varð íslandsmeistari í 100m baksundi, Erla Dögg Haraldsdóttir varð íslandsmeistari í 50m bringusundi þrátt fyrir að vera nýstigin uppúr flensu og Hjalti Rúnar Oddson náði síðan í fimmta titil dagsins. Hreint út sagt geggjaður dagur hjá okkar fólki. Margar góðar bætingar komu í dag, og eins og fyrr sagði setti Soffía Klemezdóttir telpnamet í 200m flugsundi en jafnframt setti hún einnig telpnamet í 50m flugsundi þar sem hún varð í fjórða sæti. Alls eru íslandsmeistaratitlarnir orðnir níu eða einum fleiri en á öllu mótinu í fyrra. Stefnan er sett á að hirða nokkra í viðbót og bíða sundmenn ÍRB sunnudagsins í ofvæni.