Sund/sama stuðið á degi tvö
Dagurinn í dag var ekki síðri deginum í gær. Sundmennirnir eru að bæta sig töluvert og flestir eru nálægt sínum bestu tímum. Helena Ósk Ívarsdóttir fékk gull í 100 m bringusundi í flokki 17-18 ára á tímanum 1:16:21, Guðni Emilsson hlaut silfuverðlaun í 100 m bringusundi á tímanum 1:07:45 í flokki 17 -18 ára. Gunnar Örn Arnarson hlaut bronsverðlaun á tímanum 1:11:51 í flokki 15 - 16 ára. Elfa Yngvadóttir bætti sinn besta árangur í 200m skriðsundi og sama gerðu þau Jóna Helena Bjarnadóttir í 100m flugsundi og 200m skriðsundi og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 200m baksundi. Þau Guðni og Helena eru komin í gegnum undanrásir og miiliriðla í 50m bringusundi og sama má segja um Davíð Hildiberg í 50m baksundi. Helena með besta tímann inní úrslitin. Áfram svona krakkar. Kveðja þjálfarar og stjórnarfólk. |
![]() |