Fréttir

Sund | 8. febrúar 2008

Sundferð frestað, skemmtiferð á morgun!

Ágætu sundmenn og forráðamenn

Því miður þurfum við enn eina ferðina að fresta sundferðinni að Minni - Borg.  Þess í stað förum við í skemmtiferð til Reykjavíkur á morgun, laugardag kl. 12 eða strax eftir æfingu.  Við ætlum að fara í keilu í Öskjuhlíð (matur og keila) og síðan í bíó (The Game Plan).  Líkt og fyrr segir þá leggjum við af stað kl. 12 með rútu og er áætluð heimkoma kl. 17:45 - 18:00.  Verð kr. 2000, greiðist við brottför.  Æfingar verða með eðlilegum hætti í dag, föstudag og á morgun.

kv,  Eddi