Fréttir

Sundfólkið í Keflavík stóð sig vel á Landsmóti UMFÍ
Sund | 10. júlí 2013

Sundfólkið í Keflavík stóð sig vel á Landsmóti UMFÍ

Nokkur hópur sundmanna úr Keflavík skellti sér á Landsmót UMFÍ á Selfossi síðustu helgi. Hópurinn skemmti sér vel og lét veðrið ekki hafa nokkur áhrif á stemninguna. 

Þeir sem unnu til verðlauna voru:

Sigurður Guðmundsson gull í 50 m skriðsundi og 100 m fjórsundi í S14 flokki fatlaðra

Jóna Halla Egilsdóttir gull í 400 m skriðsundi

Þröstur Bjarnason brons í 100 m baksundi

Jón Ágúst Guðmundsson brons í 50 m baksundi

Baldvin Sigmarsson silfur í 50 m bringusundi, gull í 100 m bringusundi og brons í 50 m flugsundi

Boðsundsveit karla fékk silfur í 200 m fjórsund boðsundi (Jón Ágúst Guðmundsson 18, Sigmar Björnsson 55, Baldvin Sigmarsson 16, Þröstur Bjarnason 16) og brons í 200 m skriðsund boðsundi ( Sigurður Guðmundsson 19, Björgvin Theodór Hilmarsson 15, Hreiðar Máni Ragnarsson 14, Eiríkur Ingi Ólafsson 14).

Lið Keflavíkur var skipað 13 sundmönnum og lenti í 3. sæti í stigakeppni félaga með 165 stig samtals.