Sundkeppnin hafin í Baku
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir eru staddar í Baku þar sem þær keppa á fyrstu Evrópuleikunum.
Eydís keppir í 400 skrið, 1500 skrið og 200 fjór og boðsundi.
Sunneva keppir í 100, 200, 400 og 800 m skriðsundi og boðsundi.
Með þeim í liðinu eru Harpa (SH), Bragi Snær (Tromsö) og Bryndís (Óðinn) ásamt landsliðsþjálfaranum Jacky og Unni sjúkraþjálfara.
Sundkeppnin hófst í morgun en fylgjast má með mótinu hér. Sunneva syndi í 100 og 800 skrið og svo voru stelpurnar báðar í boðsundsveit sem setti nýtt Íslandsmet í stúlknaflokki í morgun-glæsilegt og til hamingju! Úrslit og útsendingu frá mótinu er hægt að skoða hér: http://www.baku2015.com/swimming/index.html