Sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi
Svanfriður Steingrímsdóttir er sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi. Hér er hún (t.h.) ásamt liðsfélaga sinum Söndru Ósk (t.v.).
1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Byrjaði 8. Ára á sumarnámskeiði í Sandgerði og byrjaði að æfa í Keflavík eftir áramót þegar ég var á 9. Ári
2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
7 æfingar á viku en meira þegar það eru + vikur
3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
Er í þreki 3x í viku og Jóga 1x í viku
4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Að ná inn á EYOF og bæta tíma eftir Ólympíulámarkinu mínu
5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
Ná sem flestum landsliðsverkefnum og reyna við Íslandsmet
6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Æfingarferðin til Danmörk og keppnisferðin til Sheffield
7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
Sheffield
8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
100m og 200 m bringa
9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
50m, 100m og 200m bringa og 200m og 400m fjórsund
10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Það er gaman á morgunæfingum, ná meiri árangri og svo er það verkjarinn á símanum sem sér mestu vinnuna að koma mér á lappir ;)
11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Micheal Phelps og Erla Dögg Haraldsdóttir
12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?
Mömmu og pabba
13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?
Ameríku og Frakkland
14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?
Dans
15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?
Bæði Twilight
16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Hlaup, súkkulaði og lakkrís
17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?
Skemmtileg
18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Gríslingur