Fréttir

Sundmenn í góðu formi á SH móti
Sund | 26. mars 2014

Sundmenn í góðu formi á SH móti

Um síðustu helgi kepptu sundmenn frá ÍRB á Actavismóti SH. Sundmennirnir notuðu mótið til þess að kanna stöðu sína fyrir ÍM50 sem er eftir aðeins tvær vikur. Yfir heildina litið stóðu sundmennirnir sig vel og voru nánast allir að bæta einhverja tíma eða synda á sínum besta tíma á árinu.

Sunneva Dögg náði flestum FINA stigum af okkar sundfólki, var með 707 FINA stig í 800 m skriðsundi og sló opna ÍRB metið og stúlknametið á glæsilegan hátt um 6 sekúndur. Sunneva var með næstflest FINA stig í kvennaflokki á mótinu. Eydís Ósk var næsthæst af okkar fólki og var með 652 FINA stig í sömu grein. Stelpurnar náðu báðar 998 XLR8 stigum sem þýðir að þær eru 99.8% frá íslenskum aldursflokkametunum í þessari grein.

Fleiri sundmenn bættust í hóp þeirra sem hafa náð ÍM50 lágmörkum sem er frábært en síðasti möguleiki á að ná lágmarki er á Ármannsmótinu næstu helgi.

Lið 20 ÍRB sundmanna keppti í 20x50 skriðsundboðsundi. ÍRB var eina liðið sem var með 20 einstaklinga sem allir syntu einu sinni en hin liðin notuðu sína bestu sundmenn nokkrum sinnum. Við náðum þriðja sæti með þessum flotta hóp.

Haldið áfram að leggja hart að ykkur sundmenn! Mætið í laugina og eigið æfinguna!

Úrslit má skoða með því að smella hér

Ný met eru hér fyrir neðan:

Sunneva Dögg Friðríksdóttir             800 Skrið (50m)                  Konur-ÍRB
Sunneva Dögg Friðríksdóttir             800 Skrið (50m)                  Konur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðríksdóttir             800 Skrið (50m)                  Stúlkur-ÍRB
Sunneva Dögg Friðríksdóttir             800 Skrið (50m)                  Stúlkur-Njarðvík
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir                  800 Skrið (50m)                  Telpur-Njarðvík