Fréttir

Sund | 25. júlí 2008

Sundmenn ÍRB á faraldsfæti

Það verður nóg að gera hjá sundmönnum innan raða ÍRB næstu dagana og vikurnar.  Í dag föstudaginn 25. júlí lögðu Olympíufararnir okkar, þau Erla Dögg og Árni Már af stað til Singapore þar sem lokaundirbúningur fyrir leikana í Peking fer fram.  Næstkomandi mánudag fara þau Soffía Klemenzdóttir, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Sindri Þór Jakobsson til Belgrad, Serbíu þar sem Evrópumeistaramót unglinga fer fram dagana 30. júlí - 3. ágúst.  Þennan sama dag þ.e. mánudaginn 28. júlí fara 42 sundmenn úr tveimur elstu hópum ÍRB ásamt þjálfurum og fararstjórum í 12 daga æfingabúðir til Calella sem liggur rétt norðan við Barcelona.  Að lokum fara þau Lilja Ingimarsdóttir og Gunnar Örn Arnarson til Tampere, Finnlandi á Norðurlandameistaramót Æskunnar, þau leggja í hann fimmtudaginn 31. júlí.  Ágætu sundmenn, bestu óskir um gott gengi í ykkar verkefnum.

Sundkveðjur  stjórnir og þjálfarar