Sundmenn ÍRB á NMU
Sundmenn ÍRB eru 50% þeirra sundmanna sem keppa munu fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Færeyjum dagana 01. og 02. des nk. Þeir sundmenn sem frá okkur fara eru þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Elfa Ingvadóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir. Farið verður föstudaginn 30. og komið heim þann 03. des. Með í för verða einnig þau Bjarney Snævarsdóttir sem fer sem fararstjóri, Steindór Gunnarsson sem fer sem aðstoðarþjálfari og Haraldur Hreggviðsson sem dómari. Startlistinn birtist í dag og hægt er að finna hann hér. Mótið lítur vel út fyrir okkar fólk og óskum við þeim góðs gengis. Áfram Ísland. Stjórn og þjálfarar.