Fréttir

Sund | 28. nóvember 2006

Sundmenn og fylgdarmenn á NMU

Eins og við sögðum áður frá þá eru þeir félagar Guðni Emilsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson að fara til keppni á Norðurlandameistaramóti unglinga í Tampere í Finnlandi. Farið verður á föstudagsmorguninn og keppt á laugardeginum og sunnudeginum, og komið heim á mánudeginum. Þeir félagar eru ekki einir á ferð frá okkar félagi því með þeim í för verða þeir félagar og landsliðsnefndarmenn SSÍ,  Haraldur Hreggviðsson sem fer sem dómari og Jón Kr. Magnússon sem fer sem fararstjóri. Gangi ykkur öllum sem allra best. :-) Stjórn og þjálfarar.

Hér er hægt að nálgast lifandi úrslit frá mótinu. http://85.112.164.61:8080/webgrodan/index_sv.jsp