Fréttir

Sund | 7. júlí 2007

Sundmenn úr ÍRB á Danska meistaramótinu.

Sundfólkið okkar þau Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir hófu í dag keppni á Danska meistaramótinu í sundi. Keppt er í undanrásum, undanúrslitum og úrslitum í 50m og 100m greinum, en í undanrásum og úrslitum í 200m greinum. Erla Dögg Haraldsdóttir synti mjög vel 50m bringusundi í morgun og er með besta tímann inn í undanúrslitin í dag. Erla kom í mark á tímanum 33,64 sem er bæting um 0,13 sek. Birkir Már Jónsson keppti í 200m flugsundi í morgun og lauk ekki sundi. Það var einhver slappleiki í honum í morgun, en er staðráðin að hrista það úr sér og koma sterkur til leiks í næstu grein sem er hans aðalgrein 200m skriðsund.

Úrslitahlutinn hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma í dag og hægt er að fylgjast með á  www.simgrodan.dk/live.