Fréttir

Sund | 21. júní 2008

"Sundmótin á Íslandi eru betur skipulögð"

Á mbl.is er skemmtilegt viðtal við Sarah Blake Bateman, sundkonu frá Ægi, sem keppir fyrir sitt félag á AMÍ 2008 hér í Reykjanesbæ. Sarah Blake er 18 ára gömul, hún á rætur að rekja til Íslands en hefur alla sína ævi búið í Bandaríkjunum. Sarah varð hins vegar íslenskur ríkisborgari í lok síðasta mánaðar, en amma Söru var Jóhanna Hjaltadóttir Hjaltalín, sem var á sínum tíma í sviðsljósinu sem leikkona hér á landi.

Þegar Sarah var beðin um að bera saman íslensk og bandarísk sundmót var hún fljót til svars: "Mótin á Íslandi eru miklu betur skipulögð".

Þessi geðþekka sundkona er nú þegar byrjuð að setja mark sitt á sundíþróttina með nýjum Íslandsmetum.

Sarah Blake Bateman, mbl.is/JAK