Fréttir

Sundnámskeið fyrir unga sundmenn í sumar
Sund | 20. maí 2015

Sundnámskeið fyrir unga sundmenn í sumar

Sundnámskeið fyrir unga sundmenn

Samtals 9 skipti í senn

Námskeiðin eru fyrir 2 ára og eldri. Í hverri laug er leiðbeinandi og 3-4 aðstoðarmenn ofan í lauginni sem eru sundmenn ÍRB. Leitast er við að kenna yngstu börnunum vatnsöryggi og grunnhreyfingar sundtakanna með og án hjálpartækja.

Markmið með kennslu eldri barnanna er að kenna þeim rétt sundtök án allra hjálpartækja.

Námskeið

Tvö tímabil í boði:

10. júní til 23. júní. 9 skipti. Frí 17. Júní.

30. júní til 10. júlí. 9 skipti.

Tímasetning

Hægt er að velja um tíma á morgnanna kl. 9.00, 10.00 eða 11.00.

Staðsetning

Boðið verður upp á námskeið í sundlaugum Akurskóla í Innri Njarðvík og í Heiðarskóla í Keflavík en við áskiljum okkur rétt til að sameina hópa vegna fjölda ef nauðsyn er á því þegar skráning liggur fyrir.

Leiðbeinendur

Leiðbeinendur verða þjálfarar og sundmenn ÍRB.

Þátttökugjald

Verð á hverju námskeiði er 8.500. Athugið að hægt er að skrá barn á fleiri en eitt námskeið.

Skráning

Hægt er að skrá sig á heimasíðum félaganna frá 25. maí.:

https://keflavik.felog.is/

https://umfn.felog.is/