Fréttir

Sund | 24. febrúar 2008

Sundþingi 2008 lokið

Sundþing 2008 fór fram í Laugardalnum á föstudag og laugardag. Meðal tillagna sem voru samþykktar voru breytingar á AMÍ og Bikar, sem munu taka gildi í ár. Breytingarnar verða kynntar á síðu Sundsambandsins, www.sundsamband.is þegar gengið hefur frá pappírsvinnunni. Það ríkti hafi góður andi á þinginu og samhugur um að efla sundstarf á landinu og standa saman um þær breytingar sem þingið samþykkti. Hörður J. Oddfríðarson var endurkjörinn formaður og Badda okkar, Bjarnveig Snævarsdóttir, kosin ný í stjórn. Til hamingju Badda! Í stjórn komu einnig ný Magnús Þór fyrir ÍA, Ólafur frá Siglufirði og Ragnar frá KR. Ásta, formaður Óðins, kom inn sem nýr varamaður í stjórn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þinginu og í kynnisferð í nýja glæsilega 50 metra innilaug sem verið er að byggja í Hafnafirði og áætlað er að hýsa AMÍ 2008.

 

Hörður í pontu.

 

Badda, nýkjörin í stjórn, og Sigmar.

 

Kalli, SH-ingur, fræðir fólk um nýju laugina í Hafnafirði.