Fréttir

Sundþjálfari óskast hjá Sundráði ÍRB
Sund | 8. júní 2013

Sundþjálfari óskast hjá Sundráði ÍRB

Sundráð ÍRB auglýsir eftir þjálfara til að starfa hjá félaginu næsta sundtímabil sem hefst í ágúst 2013.

Starfssvið:

Þjálfun yngri hópa félagsins

Halda utan um iðkendaskrá sinna sundmanna og skrá mætingu

Hafa frumkvæði að þátttöku á mótum í samvinnu við yfirþjálfara og sjá um skráningu og úrvinnslu gagna

Hæfniskröfur:

Viðkomandi verður að geta unnið með unglingum og börnum og verið þeim góð fyrirmynd

Reynsla af sundþjálfun og góð menntun á sviði íþróttafræði er nauðsynleg

Sérhæfing í sundþjálfun er kostur

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdóttir í síma 849-3822. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á netfangið sundradirb@gmail.com fyrir 20. júní næstkomandi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

Sundráð ÍRB sér um sundþjálfun fyrir aðildafélög sín Sunddeild UMFN og Sunddeild Keflavíkur sem bæði eru fyrirmyndafélög ÍSÍ. Næsti yfirmaður þjálfara er yfirþjálfari Sundráðs ÍRB, Anthony Kattan.

Nánari upplýsingar um sundiðkun í Reykjanesbæ er að finna á www.keflavik.is/sund og www.umfn.is/sund.