Fréttir

Sunneva er sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi
Sund | 8. júlí 2013

Sunneva er sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi

Sunneva Dögg Friðriksdóttir er sundmaður júnímánaðar í Landsliðshópi. Hér er hún á lokahófi AMÍ með Ólafsbikarinn sem hún hlaut fyrir framúrskarandi árangur. 

1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Þetta er 8. árið mitt.

2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
u.þ.b 8 æfingar

3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
Ég er í þreki 3 sinnum í viku og yoga 1sinni í viku.

4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Að ná íslandmetinu í 800sk í 50m laug.

5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
Bara að komast á sem flest landsliðsverkefni og bæta tíamana mína.

6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Þegar ég sló íslandsmetið í 1500 á ÍM50.

7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
Það er AMÍ 

8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?

Þegar ég náði inná Andorra í fyrra.

9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
Þær eru 800,1500 skrið og 400 fjór.

10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Vinirnir og maðu verður að æfa til að gera góða hluti á mótum.

11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Ég lít mest upp til Erlu Daggar.

12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?


Foreldra mína.

13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?


Madagaskar 

14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?


Umm ég hef áhuga á hestum og fer stundum á bak með frænku minni.

15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?


Bók: Rökkurhæðir og bíómynd væri Step up.

16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Súkkulaðistikkið Mars.

17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?


Hress, brosmild eða skemmtileg.

18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Mikki mús :D