Fréttir

Sund | 13. nóvember 2010

Þriðja degi á ÍM25 lokið

Nú er þriðja degi á ÍM 25 lokið. Dagurinn hefur gengið vel og hafa margir okkar sundmanna verið að bæta sína tíma eins og fyrstu tvo dagana. Við áttum nokkra sundmenn sem komust á pall. Í 400 metra fjórsundi kvenna endaði Jóna Helena Bjarnadóttir í 3. sæti á tímanum 4.55.52. Í 100 metra baksundi kvenna endaði Íris Dögg Ingvadóttir í 3. sæti á tímanum 1.08.48. Í 50 metra flugsundi var Kristinn Ásgeir Gylfason í 3. sæti á 26.70. Til hamingju krakkar. Dagurinn endaði svo á því að telpnasveit okkar bætti telpnametið í 200 metra fjórsundi boðsundi á tímanum 2.06.89 en gamla metið átti Sundfélagið Óðinn sem var 2.07.42. Sveitina skipa þær Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir. Frábært hjá stelpunum okkar.