Fréttir

Þriðji dagur á ÍM50
Sund | 13. apríl 2013

Þriðji dagur á ÍM50

 

Það er frábært að sjá hvað smá svefn getur gert. Sundmennirnir voru aftur komnir í gírinn seinni partinn eftir góða hvíld og þeir sem komust í úrslit ætluðu að gera sitt besta.

Fyrsta silfrið í kvöld fór til Erlu í 100m flugsundi sem bætti tímann sinn um hálfa sekúndu í viðbót við eina sekúndu í morgun og náði 600 FINA stigum í leiðinni. Það er mun erfiðara að ná þessum stigum í sprettsundum þar sem sundmenn verða betri í sprettum eftir því sem þeir eldast svo þetta er mikið afrek hjá henni. Ólöf varð fimmta og bætti tímann sinn um 3 sekúndur frá því um morguninn og Sylwia varð sjöunda og synti sekúndu hraðar en í morgun.

Næsta silfur dagsins vann Íris Ósk í 200m skriðsundi og bætti tímann sinn um 2 sekúndur og er enn nær ÍRB metinu. Berglind bætti tímann sinn aftur um sekúndu en hún hafði bætt hann um 5 sek í morgun. Hún og Rebekka Jafarian úr Ægi öttu kappi og að lokum varð Berglind fjórða og eins og Erla náði hún 600 FINA stigum í fyrsta skipti. Einnig frábært afrek hjá henni. Frábært!


Íris vann síðara silfrið sitt í 100m baksundi mjög stuttu eftir 200m skriðsundi. Hún synti á sínum besta tíma um morguninn og náði þá nýju ÍRB meti bæði í opnum og stúlku flokki. Hún hafði ákveðið að reyna við EMU lágmörkin á morgun í boðsundinu og einbeita sér að 200m skrið í kvöld.


Í boðsundi átti ÍRB tvær sveitir. Fljótustu sundmennirnir, Erla, Berglind, Sylwia og Íris, syntu mjög vel og unnu brons og Sylwia vann þar með sín fyrstu ÍM verðlaun en hún náði sínum besta tíma. Næst hröðustu stúlkurnar, Sunneva, Guðrún, Aleksandra og Birta, syntu vel og rétt misstu af fjórða sætinu. Vel gert stúlkur!
 

Svanfríður náði að bæta tímann sinn aftur í 50m bringusundi í úrslitunum og Karen sem hafði tekið sekúndur af sínum besta tíma í morgun náði ekki að gera það aftur en synti mjög vel. Þessar ungu stúlkur urðu 7. og 8. í sundinu.

Í kvöld var það Þröstur sem hélt uppi merki strákanna þegar hann náði sínum öðrum EYOF tíma í 800m skriðsundi og var undir Íslandsmeti fyrstu 500m og náði sínum besta tíma í 400m en þá skriðu 3 efstu sundmennirnir fram úr honum og hann lauk sundinu fjórði. Þröstur setti nýtt ÍRB met í piltum og náði líka Keflavíkurmeti í piltum og opnum flokki. Vel gert! Jón keppti líka í 800m skriðsundi og lauk sundi í sjötta sæti og náði sínum besta tíma sem var næstum sá sami og hann náði í 1500m í gær. Tími Inga frá því morgun kom honum í áttunda sætið.

Baldvin og Kristófer kepptu báðir í þremur greinum í kvöld og eftir að hafa náð bestu tímum í morgun voru þeir ekki alveg nógu hraðir í kvöld. Baldvin synti 100m flugsund og aðeins nokkrum mínútum síðar 50m bringusund. Kristófer synti bæði 50m bringusund og 50m skriðsund. Báðir syntu svo í boðsundi 4x100m fjórsundi með þeim Gumma og Alexander og urðu þeir í fimmta sæti, rétt á eftir liðinu í 4. sæti. Alexander keppti í 200m baksundi og náði 4. sæti aðeins frá sínu besta og Einar keppti í 50m bringusundi og var einnig aðeins frá sínu besta.

Á morgun er síðasti dagur keppninnar. Sundmennirnir fengu kvöldmat snemma og fund og síðan fóru þau í íhugun hjá Cörlu áður en þeir héldu snemma í háttinn.

Greinarnar á morgun eru hjá stelpunum 50m bak, 400m fjórsund, 100m bringusund, 50m flugsund og 1500m skriðsund. Hjá strákunum er það 200m skriðsund, 50m baksund, 100m bringusund og 400m fjórsund. Hjá stelpunum verður það líka boðsund, fjórsund og skriðsund hjá strákunum.

Við óskum þeim alls hins besta!