Fréttir

Þrír íslandsmeistartitlar til ÍRB á öðrum degi ÍM 50.
Sund | 24. apríl 2016

Þrír íslandsmeistartitlar til ÍRB á öðrum degi ÍM 50.

Flottur dagur hjá okkar fólki í dag, þrír íslandsmeistaratitlar, einn sundmaður með lágmark á EMU og einn með lágmark á NÆM. 13 sundmenn í úrslitum fullt af bætingum, ásamt helling af verðlaunum.


Baldvin Sigmarsson byrjað á því að landa fyrsta íslandsmeistaratitlinum í dag með glæsilegu 200m flusundi, Eydís Ósk Kolbeinsdóttur tók síðan næsta titil með glæsibrag í 1500m skriðsundi, þriðja titlilinn tók síðan Þröstur Bjarnason með yfirburðarsigri í 1500m skriðsundi, rúmlega 30 sekúndum á undan næsta manni. Afar vel gert hjá þessum sundmönnum :)


Þeir sem unnu til verðlauna í dag voru: Gunnhildur Björg Baldursdóttir brons í 200 flugsundi, Ingi Þór Ólafsson brons í 200 flugsundi ,Kristófer Sigurðsson brons í 100m skriðsundi, Karen Mist Arngeirsdóttir silfur í 50m bringusundi, Stefanía Sigurþórsdóttir brons í 200m fjórsundi og Björgvin Theodór Hilmarsson brons í 1500m skriðsundi.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir náði lágmörkum á EMU með sínum árangri í 100m skriðsundi og Stefanía Sigurþórsdóttir náði lágmörkum á Norðurlandamót Æskunnar ( NÆM ) með sínum árangri í 200m fjórsundi. Afar vel gert hjá þessum sundmönnum :)


Afar góður dagur hjá okkar frábæra sundfólki!