Sund | 19. júlí 2007
Þrír sundmenn á Ólympíudögum Evrópuæskunnar.
Þrír sundmenn úr ÍRB munu á laugardaginn halda til keppni á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Belgrad. Mótið sjálft hefst síðan á mánudaginn. Sundmennirnir okkar eru Gunnar Örn Arnarson, Soffía Klemenzdóttir og Svandís Þóra Sæmundsdóttir. Sundhópur SSÍ er 10 manna 5 strákar og 5 stelpur ásamt fríðu föruneyti. Einnig verður keppt í öðrum greinum s.s frjálsum,fimleikum, handbolta, körfubolta, blaki, júdó, tennis og borðtennis. Sundkrakkarnir okkar hafa æft mjög vel frá AMÍ og stefna á góðan árangur. Við óskum þeim góðs gengis og munum fylgjast spennt með gangi mála hjá þeim.
Heimasíða mótsins