Þröstur Bjarnason er sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi
Sundmaður októbermánaðar í Landsliðshópi er Þröstur Bjarnason.
1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Ég hef verið að synda síðan ég var 3 ára, byrjaði hjá Óla Þór.
2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
Átta æfingar á viku.
3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
Þrek og jóga.
4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Eftir 6 mánuði er ÍM50 og ég stefni á að synda sem best þar til að reyna við lágmörk í landslið.
5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
Auðvitað að vera kominn í landslið.
6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Æfingarferðin til Danmerkur
7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
Sheffield
8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
Bíð enn eftir besta afreki eða uppáhalds keppninni minni.
9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
Uppáhaldsgreinin mín er 1500m skrið.
10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Síminn minn :)
11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Jón Ágúst ;)
12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?
Michael C. Hall
13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?
Suður-Kóreu
14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?
Lego Star Wars
15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?
Hef aldrei lesið bók og uppáhaldsmynd er Batman The Dark Knight Rises
16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Candy Corn
17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?
Fífl
18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Stitch