Fréttir

Sund | 11. september 2009

Þykkvibærinn 2009

Þá er komið að því að fara í Þykkvabæinn. Allar upplýsingar eru hér neðar, vil samt minna sundmenn á að vera ekki að taka óþarfa með sér eins og tölvur, dvd spilara, i- pod ofl. Verum frjáls í sveitinni. Hittumst hress í dag. Kv. Steindór

 

Kæru foreldrar /sundmenn !

Helgina 11. - 13. september fyrirhugað að fara æfingaferð í Þykkvabæinn. Sundlaug er á Hellu og skipulagið er þannig að synt er 1x á dag, þrekæfing 1x á dag og útihlaup / bootcamp einu sinni á dag. Gist verður í íþróttahúsinu í Þykkvabæ. Það sem þarf að hafa með sér er eftirfarandi: Sængurföt (dýna á staðnum ), útiföt og skór til að hlaupa úti, snyrtidót, handklæði ásamt inni íþróttafötum. Einnig þurfa sundmenn að hafa með sér hollt nesti: Kvöldmat á föstudegi, ásamt morgunmat, hádegismat og kvöldmat á laugardegi, og hádegismat á sunnudegi, ásamt ávöxtum og öðru á milli mála. Gott er að hafa eitthvað með sér sem hægt er að skella í ofn eða örbylgju. Kostnaður er 3500-. Rukkað við brottför.

Lausleg dagskrá .

Föstudagur.

Brottför frá sundmiðstöð kl. 16:00

Sundæfing á Hellu kl. 18:00

Koma sér fyrir og kvöldmatur kl 20:30

Frjáls tími Dodge ball ofl.

Háttatími kl. 23:00

 

Laugardagur:

Vakna kl. 07:00

Morgunþrek kl. 07:15

Morgunmatur kl. 08:00

Sundæfing á Hellu kl. 10:00

Hádegismatur kl. 12:30

Frjáls tími

Sveitabootcamp kl. 15:00

Kvöldmatur kl. 18:00

Frjáls tími

Farið í Eina krónu og horft á stjörnurnar(ef stjörnubjart) kl. 21:00

 

Sunnudagur:

Vakna kl. 07:00

Morgunþrek kl. 07:15

Morgunmatur kl. 08:00

Sundæfing á Hellu kl. 10:00

Hádegismatur kl. 12:30

Strandhlaup kl. 13:30

Heimför: kl. 16:00