Tímasetningar Aðventumóts og fleiri upplýsingar
Aðventumót Sverðfiska, Háhyrninga, Framtíðarhóps, Afrekshóps og Eldri hóps.
Núna um helgina 25. – 27. nóvember verður Aðventumót Sverðfiska, Háhyrninga, Framtíðarhóps, Afrekshóps og Eldri hóps. Mótið er í fimm stuttum hlutum og hefst á föstudagssíðdegi.
Föstudagur keppni: 18:00 - 20:15 Upphitun 17:15 Mótaskrá
Laugardagur keppni: 10:00 - 12:30 Upphitun 9:00 Mótaskrá
Laugardagur keppni: 16:00 - 17:45 Upphitun 15:00 Mótaskrá
Sunnudagur keppni: 10:00 - 11:30 Upphitun 9:00 Mótaskrá
Hlaðborð foreldra og sundmanna strax á eftir keppni. Jólasveinn kíkir vonandi í heimsókn.
Sunnudagur keppni: 16:00 - 17:45 Upphitun 15:00 Mótaskrá
Mótið verður með jólalegu ívafi og væntanlega fáum við jólasvein með mandarínur í heimsókn fyrir yngstu sundmennina. Einnig langar okkur til að gera okkur glaðan dag á sunnudeginum á milli hluta frá u.þ.b.11:30-12:30.
Okkur langar að sameinast í því að allir komi með eitthvað á hlaðborð þennan dag. Við ætlum að vera í Vatnaveröld á milli hluta á sunnudeginum og borða saman. Sundráð kaupir djús og það verður hellt upp á kaffi en allir koma með eitthvað á veisluborðið.
Við biðjum alla foreldra um að skrá sig á meðfylgjandi slóð þannig að við getum haldið utan um hvað hver kemur með og hverjir hafa skráð sig. Vinsamlega skráið ykkur fyrir fimmtudaginn 24. nóvember.
https://docs.google.com/
Einnig hvetjum við alla foreldra sem verða í Vatnaveröld þessa helgi að koma og bjóða sig fram til starfa á þessu móti. Nýir dómarar munu að sjálfsögðu spreyta sig og svo vantar alltaf riðlastjóra og hlaupara. Endilega setjið ykkur í samband við Fal Daðason á mótinu eða í síma 898 5768
Með von um jákvæð viðbrögð.
Stjórn Sundráðs ÍRB