Fréttir

Sund | 21. nóvember 2006

Tveir sundmenn á NMU

Tveir sundmenn ÍRB náðu um helgina lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramót unglinga sem fram fer í Tampere í Finnlandi. Það voru þeir kappar Guðni Emilsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson. Davíð keppir í 50, 100 og 200m baksundi og Guðni keppir í 50, 100 og 200m bringusundi, 50m skriðsundi og 200m fjórsundi. Stefna þeir félagar á góðan árangur á mótinu, en Guðni varð í 4. sæti í 200m bringusundi á sama móti í fyrra. Til hamingju með árangurinn strákar og gangi ykkur vel !

Stjórnir og þjálfarar.