Tveir sundmenn í sigurliði Skólahreysti
Lið Heiðarskóla bar sigur úr býtum í Skólahreysti eftir gríðarlega spennandi og skemmtilega keppni á fimmtudagskvöldið.
Tólf skólar háðu harða baráttu í Laugardalshöllinni. Skólarnir voru greinilega búnir að æfa vel fyrir úrslitin því þrjú Íslandsmet voru sett á mótinu og átti lið Heiðarskóla tvö af þeim metum.
Heiðarskóli sigraði armbeygjur og var það hún María Ása Ásþórsdóttir sem tók hvorki meira né minna en 95 stykki sem er nýtt Íslandsmet.
Heiðarskóli sigraði einnig hraðaþrautina og setti lið Heiðarskóla þar einnig nýtt íslandsmet og fóru þau Soffía Klemenzdóttir og Eyþór Ingi Einarsson brautina á 02:07 mín sem er fjórum sekúntum hraðar en fyrra met.
Heiðarskóli náði sér í 55 stig samtals. Glæsilegur árangur hjá Heiðarskóla - Innilega til hamingju allir í Heiðarskóla !! Lið Heiðarskóla skipuðu: María Ása Ásþórsdóttir, Soffía Klemenzdóttir, Eyþór Ingi Einarsson og Guðni Már Grétarsson. ( Tekið af heimasíðu Heiðarskóla )
Sundkonurnar María Ása Ásþórsdóttir og Soffía Klemenzdóttir voru í sigurliði Heiðarskóla.
Til hamingju sundmenn/ keppendur, nemendur og kennararar í Heiðarskóla :-)Stjórn og þjálfarar ÍRB.
Fleiri sundmenn voru einnig í öðrum liðum í Skólahreystinni, stóðu þau sig öll mjög vel en til gamans má geta þess að Eyþór Ingi Júlíusson setti íslandsmet í upphífingum í undankeppninni, óskum við þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þau til áframhaldandi þátttöku á nk. árum. Stjórn og þjálfarar ÍRB.