Fréttir

Sund | 16. maí 2008

Tvö Íslandsmet á Sparisjóðsmóti

Tvö Íslandsmet voru sett í dag á Sparisjóðsmótinu í Vatnaveröld. Erla Dögg Haraldsdóttir setti met í 200m bringusundi á tímanum 2:26.83.  Gamla metið átti Lára Hrund Bjargardóttir og var það síðan 2004 og var 2:30.64. Erla hafði sett stefnuna á að vera fyrst kvenna á Íslandi til að synda undir 2:30.00 í 200m bringusundi en gerði gott betur.  Karlasveit ÍRB setti einnig  Íslandsmet í 4x100m fjórsundi og var sveitin skipuð þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni, Guðna Emilssyni, Birkir Má Jónssyni og Árna Má Árnasyni. Tími sveitarinnar var 3:47.13 sem er bæting á gamla metinu um rúmlega 3 sekúndur, en það met var sett af sveit SH 1998.  Þessi metatilraunir voru settar sérstaklega upp til að sýna keppendum 8 ára og yngri  sem keppa á fyrsta degi Sparisjóðsmótsins vel útfærð og kröftug sund. Allt gekk upp og tvö met í höfn og áhorfendur fylgdust spenntir með eins og sést á meðfylgjandi mynd. Glæsilegt!! Til hamingju!!!