Fréttir

Sund | 13. október 2007

Tvö met í 200m flugsundi

Sundkonurnar Erla Dögg Haraldsdóttir og Soffía Klemenzdóttir úr ÍRB gerðu það gott á Stórmóti SH í Sundhöll Hafnafjarðar í dag. Þær gerðu sér lítið fyrir og settu eitt íslandsmet og eitt aldursflokkamet í sama sundinu. Sundið sem þær settu met í var 200m flugsund. Erla Dögg Haraldsdóttir kom fyrst í mark á nýju íslandsmeti 2.18.22 og bætti gamla metið um rúmlega 1 sekúndu, og önnur í mark kom síðan liðsfélagi hennar Soffía Klemenzdóttir á nýju aldursflokkameti 2.24.79 sem er bæting um tvær sekúndur á gamla metinu. Frábært sund hjá þessum efnilegu sundkonum úr Reykjanesbæ.