Fréttir

UMÍ um helgina-ÍRB mætir sterkt til leiks!
Sund | 26. júní 2014

UMÍ um helgina-ÍRB mætir sterkt til leiks!

Eftir þrusumótið AMÍ fyrir hálfum mánuði þar sem 15 ára og yngri kepptu á Aldursflokkameistaramóti Íslands er komið að UMÍ eða Unglingameistaramóti Íslands fyrir unglinga á aldrinum 15-20 ára. Nú er komið að elstu krökkunum að sýna hvað í þeim býr en yngri krakkarnir stóðu sig mjög vel á AMÍ þar sem ÍRB jók enn á forystu sína með fjórða sigrinum í röð og unnu okkar sundmenn til 159 verðlauna (16 fleiri en í fyrra) og voru með meira en tvöfalt fleiri stig en Ægir, liðið í öðru sæti.

Á síðasta ári vann okkar lið flest verðlaun á UMÍ eða 64 verðlaunapeninga en næst á eftir var SH með 45 verðlaun. ÍRB fékk þá 27 gull! Í ár er liðið einbeitt í því að gera enn betur en í fyrra!

Lið ÍRB er mjög sterkt í ár. Í liðinu eru:

Karen Mist Arngeirsdóttir (bara boðsund)

Þröstur Bjarnason

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir

Jóna Halla Egillsdóttir

Elva Björg Elvarsdóttir

Birta María Falsdóttir

Sunneva Dögg Friðriksdóttir

Daníel Diego Gullien

Íris Ósk Hilmarsdóttir

Björgvin Theodór Hilmarsson

Agata Jóhannsdóttir

Eiríkur Ingi Ólafsson

Ingi Þór Ólafsson

Sylwia Sienkiewicz

Baldvin Sigmarsson

Kristófer Sigurðsson

Erla Sigurjónsdóttir

Svanfríður Steingrímsdóttir

Aleksandra Wasilewska

Upplýsingar um mótið á vef SSÍ:

http://www.sundsamband.is/default.aspx?PageID=50d3959f-79f5-11e2-b6ce-0050569d0011

og á síðu SH:

http://www.sh.is/id/1000423

Mótið verður einnig á meet mobile.

Óskum sundmönnum okkar góðs gengis og það væri gaman að sjá sem flesta í Hafnarfirði að hvetja liðið okkar.