Fréttir

Sund | 13. júní 2008

Undirbúningur AMÍ í fullum gangi

Undirbúningur AMÍ 2008 stendur nú sem hæst.  Í ár er mótið rekið með breyttu sniði miðað við síðustu ár en það þýðir að við þurfum fleira starfsfólk en áður.  Helstu breytingarnar felast í því að þrír mótshlutar eru á hverjum degi fjóra daga í röð þannig að 13 ára og eldri synda undanrásir og úrslit en á milli synda 12 ára og yngri í mótshluta.

Stigakeppni félaga fer þannig fram að sundfólk í efstu átján sætunum taka stig fyrir sín félög í undanrásum eldri aldursflokka 13 ára og eldri (AMÍ I) og í mótshluta 12 ára og yngri (AMÍ II).  Í úrslitahluta AMÍ I fer svo fram keppni einstaklinga um titilinn Aldursflokkameistari Íslands í hverri grein.

Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með tímasetningum mótsins, því upphaf hvers mótshluta er ekki alltaf sá sami frá degi til dags. 

Mótið hefst miðvikudagskvöld 18. júní 2008 kl. 20:30 með skrúðgöngu frá Holtaskóla í Reykjanesbæ, en formleg setning fer fram á knattspyrnuvelli Keflvíkinga við lok göngunnar.  Keppnin byrjar svo kl. 08:30 morgunin eftir.