Fréttir

Sund | 2. júlí 2008

Undirbúningur fyrir Bikarkeppni SSÍ

Kæru foreldrar. Bestu þakkir fyrir frábært samstarf á AMÍ … við höfum fengið fullt af skemmtilegum skilaboðum víða að eftir mótið og er fólk á einu máli að öll umgjörð mótsins hafi verið glæsileg og okkur öllum til mikils sóma :-)  Þá er komið að síðasta móti tímabilsins, þ.e.a.s. Bikarkeppni SSÍ sem fram fer dagana 4. – 5. júlí í Vatnaveröld, sjá nánar um mótið á www.keflavik.is/sund 

Okkur vantar enn starfsfólk, m.a. í eldhús (2 í kvöldmat á föstudegi og 2 í hádegismat á laugardegi) og einn starfsmann í sjoppu eftir hádegi á laugardegi … þannig að endilega látið mig vita með pósti á gjb@dmm.is eða í síma 864 9102 ef þið viljið starfa á mótinu.

Við biðjum ALLA sem munu starfa á mótinu að mæta:
18:00 á fimmtudegi, til að raða
15:00 á föstudegi, til að “taka síðustu sleikjurnar”
19:00 á laugardegi, til að ganga frá eftir mótið 

 Fyrir þá sem hafa skráð sig á það verkefni að setja botninn aftur niður, þá er mæting í Vatnaveröld mánudaginn 7. júlí klukkan 18:00.