Fréttir

Sund | 16. ágúst 2007

Ungbarnasund

Í vetur býður Sunddeild Keflavíkur upp á ungbarnasundnámskeið fyrir börn frá 3 mánaða aldri.
Til að byrja með verður um byrjendanámskeið að ræða en ef eftirspurn eftir framhaldsnámskeiði er mikil er möguleiki að einnig verði boðið upp á það.

Ungbarnanámskeiðin verða haldin í sundlaug Heiðarskóla á laugardagsmorgnum, nánari tímasetning verður birt hér á þessari síðu í kjölfar skráninga þann 21. ágúst.
Fyrsta námskeiðið byrjar laugardaginn 8. september.
Hvert námskeið er 10 skipti og er hver tími um klukkustund í senn.
Kennari á námskeiðinu verður; Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, íþróttafræðingur og ungbarnasundkennari, sími 863-2480.

Verð fyrir hvert námskeið er 9.000 krónur

Skráning á námskeiðið fer fram í K-húsinu þriðjudaginn 21. ágúst milli kl: 17-19

Nánari upplýsingar veitir Heiðrún í síma 863-2480.

 Almennar upplýsingar um ungbarnasund má einnig finna á heimasíðu Busla, félags ungbarnasundkennara www.ungbarnasund.is