Fréttir

Uppfærð æfingatafla efstu hópa
Sund | 24. ágúst 2012

Uppfærð æfingatafla efstu hópa

 

Æfingatafla fyrir Landsliðs- Keppnis- og Áhugahóp hefur verið uppfærð gera þurfti smávægilegar breytingar á henni vegna þrekæfinga. Ljósari reitir tákna æfingar með skyldmætingu. Allar aðrar æfingar eru valfrjálsar svo lengi sem sundmenn nái að lágmarki einni æfingu á dag þá daga sem æfingar eru. Þá daga sem ákveðnar æfingar eru ekki í boði fyrir sundmenn innan ákveðins aldurs verða þeir að mæta á þær æfingar sem eru í boði fyrir sinn aldur. Mætingaskylda er að öðru leiti háð aldri sundmanns og ráða fjölskyldur hvernig þær skipuleggja hvaða æfingar sundmaður mætir á að þessu undanskyldu.

Æfingataflan er hér: http://www.keflavik.is/sund/vertu-med/aefingataflan-12-13/

Hér eru svo ráð til ykkar varðandi hve margar æfingar sundmennirnir ykkar þurfa að mæta á. Til þess að ná viðmiðum fyrir tvo efstu hópana ætti ekki að horfa eingöngu á hve margar morgunæfingar barnið þarf að mæta á heldur er betra að skoða á hve margar tvöfaldar æfingar það þarf að mæta á.
Tvöföld æfing er þegar þau synda bæði að morgni og síðdegis. Suma daga er engin síðdegisæfing í boði, aðeins morgunæfing en þá daga eru krakkarnir aðeins að synda eina staka æfingu-ekki tvöfalda.
Eins og þið vitið er reiknað með að sundmenn fari á æfingu 6 daga vikunnar, semsagt að minnsta kosti 6 einfaldar æfingar þ.e. ein æfing á dag.


Ef sundmaður vill bara synda eina æfingu á dag getur hann náð 12 æfingum á hálfum mánuði sem er nóg fyrir 12 ára sundmann til þess að ná blárri mætingu (mætingin sem ætlast er til-jafnmargar æfingar og aldurinn á 2 vikum). Yngstu sundmennirnir í Keppnis- og Landsliðshópi eru 12 ára svo þeir geta synt eina æfingu á dag og þurfa í raun ekki að taka tvöfalda æfingu til þess að ná þeirri mætingu sem ætlast er til í hópnum (blá mæting).


Það er líka nóg fyrir 14 ára sundmenn að mæta bara á eina æfingu á dag 6 daga vikunnar til þess að ná svartri mætingu (12 æfingar á viku). Svört mæting er algjör lágmarksmæting (aldur-2 æfingar) í þessum hópum og eins og kemur fram í samningum er ekki víst að það náist framfarir með slíkri mætingu.


Elstu sundmennirnir, þeir sem eru 17 ára, þurfa að synda 3 tvöfaldar æfingar á viku ( 6 tvöfaldar á tveimur vikum) til þess að ná gulri mætingu (aldur +ein æfing á 2 vikum). Það þýðir á þessum 6 dögum sem þeir eiga að mæta á æfingar eru aðeins 3 dagar með tvöfaldri æfingu. Góð leið til þess að skipuleggja þetta er að mæta á tvöfalda æfingu einn daginn og einfalda æfingu daginn eftir, tvöfalda, einfalda, tvöfalda og svo einfalda.

Vonandi hjálpar þetta ;)