Uppgjör á AMÍ
Við uppgjör á AMÍ er gaman að setja fram tölulegar staðreyndir en þær líta svona út:
AMÍ 2. Keppni 12 ára og yngri = Keppt í 56 greinum = 33 gull + 26 silfur + 11 brons
Þeir sem unnu flestar greinar voru: Jóhanna Júlía Júlíusdóttir 12 gull og Ólöf Edda Eðvarðsdóttir 11 gull. 12 ára og yngri strákar og stelpur unnu öll boðsundin 8 talsins.
Jóhanna setti einnig tvö félagsmet.
AMÍ 1. Keppni 13 ára og eldri = Keppt í 54 greinum = 17 gull + 15 silfur + 9 brons
Þeir sem unnu flestar greinar voru: Sindri Þór Jakobsson 6 gull, Soffía Klemenzdóttir 4 gull og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 3 gull. Soffía setti 4 innanfélagsmet og Sindri Þór sem átti eftirtekarverðasta framlag okkar fólks um helgina setti 19 innanfélagsmet og einnig sló hann íslandsmet pilta í100 m flugsundi. Gamla metið átti Örn Arnarson frá 1998.