Upplýsingar um Sparisjóðsmót ÍRB 16. - 18. maí
Upplýsingar um Sparisjóðsmótið eru aðgengilegar hér á síðunni. Þar má m.a. finna praktískar upplýsingar um tímasetningar hluta, matartíma, bíóferða og fleira. Eins er þar að finna mótaskrár, en vinsamlegast gefið því gaum að mótaskrár "næsta dags" eru jafnan uppfærðar kvöldið áður. Þegar keppni hefst verða úrslit sett jafnóðum inn á síðuna. Talið í fjölda sundmanna, þá er þetta stærsta sundmót sem ÍRB hefur haldið með rúmlega 600 sundmenn frá 16 félögum víðs vegar að af landinu.
Þess má geta að í miðjum fyrsta mótshluta á föstudeginum, þar sem keppa sundmenn 8 ára og yngri, þá mun karlasveit ÍRB annars vegar og Erla Dögg Haraldsdóttir hins vegar gera atlögu að Íslandsmetum í 25m laug.
Við hvetjum alla til að fjölmenna í Vatnaveröld um helgina og fylgjast með skemmtilegu móti :-)
Stjórnin.