Fréttir

Sund | 30. apríl 2011

Uppskeruhátíð ÍRB 2011 sunnudaginn 15. maí

Uppskeruhátið ÍRB verður haldin sunnudaginn 15. maí kl. 19:00 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Uppskeruhátíðin verður þannig haldin að loknu Landsbankamóti ÍRB, en það er einmitt hefð fyrir því í sundheiminum að uppskeruhátiðir séu haldnar í lok stórra móta.

Dagskráin verður fjölbreytt, boðið er upp á:
  • Góðan mat :-) reykt svínakjöt með brúnuðum og óbrúnuðum kartöflum, beikonristuðum grænum baunum, rauðkáli & sósu, öl verður með matnum og ís í eftirrétt
  • Skemmtiatriði, töframaður mætir m.a. á staðinn
  • Stuttar ræður ... engar langlokur :-)
  • Viðurkenningar til sundmanna, það verða margir sundmenn, í öllum hópum, sem fá viðurkenningar. Veittar verða viðurkenningar á grunni hvatningakerfisins okkar, XLR8, fyrir Ofurhuga, fyrir sundmann ársins í hverjum hóp og þann sundmann sem lagði sig mest fram í hverjum hóp.
  • Happadrætti

Verðið er 2.800 kr. per mann ... allir greiða saman verð, þ.e.a.s. sundmenn, þjálfarar, stjórnarfólk, foreldrar og gestir. Þetta þykir ekki mikið í ljósi þeirrar dagskrár sem boðið er upp á (og þarf að fjármagna) ... og kostar til dæmis vart meira en að fara á einhverja hamborgarabúllu :-)

Það pantar og greiðir hver fyrir sig og sína ... þannig panta og greiða til dæmis foreldar fyrir sig og sína og þjálfarar fyrir sig og sína. Velkomið að panta fyrir maka, systkyni og ömmur og afa.

Til að panta og greiða, þá förum við í heimabanka og greiðum inn á reikning 0121-15-201495, kt. 480310-0550 og lætur senda staðfestingu á irbmot@gmail.com. Greiða skal 2.800 kr. fyrir jafn marga og þið viljið fá sæti fyrir, ef einhver greiðir til dæmis 8.400 kr. þá fær hann tekin frá 3 sæti fyrir sig. Tekið verður á móti fólki við inngang í Fjölbrautaskólanum og þar verður merkt við lista yfir staðfestar greiðslur :-)

Ef þið hafið spurningar varðandi þetta, þá beinið þeim til Guðnýjar, gudnymagg@gmail.com (sími 8954488).

!! FRESTUR TIL AÐ GREIÐA OG PANTA ER MÁNUDAGUR 9. MAÍ !! Við bjóðum út matinn og verðum því að ganga frá þessu með góðum fyrirvara.

Við viljum gjarnan festa uppskeruhátíð sem þessa í sessi og gera hana árlega, en þá skiptir öllu máli að við gerum þetta að okkar hátíð og fjölmennum saman :-)

Gerum þetta með stæl eins og allt annað, sjáumst eldhress á Uppskeruhátíð ÍRB :-)