Fréttir

Sund | 28. apríl 2008

Úrslit CIJ LUX

Sundfólkið okkar stóð sig með ágætum á CIJ LUX mótinu um sl. helgi. Fimm sundmenn tóku þátt í mótinu og var árangur þeirra nokkuð góður, sum sund með bætingu, sum á pari en önnur nokkuð frá. Sundmennirnir sem kepptu á mótinu voru: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Gunnar Örn Arnarson, Sindri Jakobsson, Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir. Eins og áður sagði setti Sindri piltamet í 200m flugsundi og vann silfur, en hann er óðum að nálgast íslandsmetið. Soffía vann til tveggja verðlauna, gull í 200m flugsundi og silfur í 400m fjórsundi. Gunnar vann til silfurverðlauna í 200m bringusundi og Davíð til bronsverðlauna í 200m baksundi. Til hamingju með árangurinn sundfólk !

Stjórn og þjálfarar :-)