Fréttir

Sund | 30. október 2007

Úrslit frá Danish Open

Eins og áður hefur verið getið þá var drífandi gangur á Erlu Dögg á Danska meistaramótinu um sl. helgi. Þrír aðrir sundmenn kepptu einnig á mótinu og stóðu sig vel. Birkir Már Jónsson synti þokkalega en  vantaði nokkuð uppá til þess að komast í úrslit, hann náði þó inní B- úrslit í 200m skriðsundi, Guðni Emilsson komst í  undanúrslit og úrslit  í öllum sínum greinum, en best stóð hann sig í 50m bringusundi þar sem hann hafnaði í 2. sæti í unglingaflokknum. Árni Már Árnason stóð sig þó best  af karlmönnunum, komst alltaf í úrslit þar sem hann hafnaði í 6 sæti í öllum sínum greinum  sem voru 50, 100, og 200m bringusund.