Úrslit frá lágmarkamóti
Flottir tímar, innanfélagsmet og lágmörk náðust á innanfélagsmótinu í gærkvöldi. Þrjú innanfélagsmet féllu á mótinu Ólöf Edda Eðvarðsdóttir 50m bringa meyja , Baldvin Sigmarsson 50m flug sveina, Einar þór Ívarsson 1500m skrið drengja. Þrír sundmenn bættust í Lyngby hópinn sem fer utan í janúar. Andrea Björg Jónsdóttir, Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir og María Ása Ásþórsdóttir.Til hamingju sundmenn með flottan árangur :-) Stjórn og þjálfarar.