Fréttir

Sund | 15. október 2008

Úrslit frá VÍS móti Ægis

Góður árangur náðist hjá sundmönnum ÍRB nú um nýafstaðna helgi.Yngri sundmenn ÍRB stóðu sig með prýði líkt og endranær. Augljóst var að því fylgdi mikil gleði og tilhlökkun að taka þátt á fyrsta sundmóti vetrarins sem endurspeglaðist í fjölda bætinga og verðlauna.  Boðsundssveitir ÍRB sigruðu öll boðsund með talsverðum yfirburðum og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hlaut verðlaun fyrir bestu afrek í meyjaflokki, þ.e. flokki 12 ára og yngri. Sömu sögu var af segja af eldri sundmönnunum sem stóðu sig einstaklega vel þrátt fyrir mjög stífar æfingar. Öll boðsund unnust og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson hlaut verðlaun fyrir besta afrek í karlaflokki.Greinilega góður gangur í sundfólkinu líkt og endranær en það stefnir á toppárangur á IM 25 í nóvember.